Spiraea nipponica

Ættkvísl
Spiraea
Nafn
nipponica
Ssp./var
v. rotundifolia
Höfundur undirteg.
(Nichols.) Mak.
Íslenskt nafn
Sunnukvistur
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól (hálfskuggi).
Blómalitur
Hreinhvítur.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
1-2 m (2,5 m)
Lýsing
Lauf stærri en á aðaltegundinni, breið-öfugeggalaga eða kringlótt-öfugegglaga, blómin nokkuð stór.
Uppruni
Japan.
Heimildir
21
Fjölgun
Sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, sem stakstæður runni eða í beð.
Reynsla
Er ekki í Lystigarðinum en er í görðum á Akureyri, vex vel og blómstrar árlega.Meðalharðgerður, grisja þarf reglulega.