Spiraea rosthornii

Ættkvísl
Spiraea
Nafn
rosthornii
Íslenskt nafn
Tígurkvistur
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
- 2 m
Vaxtarlag
Lauffellandi, uppréttur runni, allt að 2 m hár, líkur töfrakvist (S. longigemmis Maxim.), sérstaklega hvað varðar óvenju löng brumin, en töfrakvisturinn er hárlaus, ekki tígurkvisturinn. Greinar mjög útstæðar, dúnhærðar í fyrstu, brumin óvenju löng.
Lýsing
Lauf 3-7,5×1-3 sm, egglaga til lensulaga, odddregin, grunnur breið-fleyglaga til næstum því snubbótt, djúp og hvass blúndu-tvísagtennt til ógreinilega flipótt. Þau eru skærgræn ofan, dúnhærð, einkum á neðra borði. Laufleggur er allt að 6,5 mm langur. Blóm allt að 6,5 mm i þvermál, hvít, í legglöngum, flötum hálfsveip, sem er allt að 9 sm breiður, blómleggir eru dúnhærðir. Aldin dúnhærð.
Uppruni
V Kína.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í blönduð runnabeð, í þyrpingar, í raðir.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til tvær plöntur undir þessu nafni, sem sáð var til 1991, orðnar 1,1 m háar, blóm 2011. Auk þess er til ein planta sem sáð var til 2000 og gróðursett í beð 2001, kelur lítið, er orðin 2 m há, blómstrar árlega.