Spiraea salicifolia

Ættkvísl
Spiraea
Nafn
salicifolia
Íslenskt nafn
Víðikvistur
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól, (hálfskuggi).
Blómalitur
Bleikur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
1-2 m
Vaxtarlag
Lauffellandi runni, allt að 2 m hár og með mikið af rótarskotum. Greinarnar uppréttar, stífar, smádúnhærðar í fyrstu, móleitar til dökkbrúnar.
Lýsing
Lauf 4-8×1,25-2 sm, oddbaugótt til aflöng-lensulaga, odddregin til ydd, hvass- og þétttennt, ein- til tvísagtennt, fremur þunn, fölgræn ofan, enn fölgrænni neðan, hárlaus báðu megin. Laufleggir allt að 3 mm. Blóm allt að 8 mm í þvermál, mörg saman í mjóum, pýramídalaga, uppréttum, endastæðum, dálítið dúnhærðum skúf, sem er allt að 12 sm langur. Bikar dúnhærður, bikarblöð þríhyrnd-egglaga, upprétt, ydd, smádúnhærð. Fræflar eru allt að 2 sinnum lengri en krónublöðin. Eggleg hárlaus, hýði eru upprétt, næstum beinstrengjótt, hárlaus nema á saumum á neðri hliðinni, þar randhærð. Stíll langær, baksveigður.
Uppruni
M & AM Evrópa til NA Asíu og Japans.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar, rótarskot.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í brekkur, sem undirgróður, í raðir.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein aðkeypt planta sem gróðursett var í beð 1991, skriðul og blómstrar árlega og ein planta, sem sáð var til 1993 og gróðursett í beð 1993, blómstrar árlega. Báðar þrífast vel.Meðalharðgerður-harðgerður runni, kelur lítið eitt, þolir vel að vera klipptur niður árlega.