Lauffellandi, uppréttur, smágreinóttur runni, allt að 2 m hár runni. Sprotar bugðóttir, brúnleitir, rákóttir til endanna.
Lýsing
Laufin allt að 5 sm, næstum kringlótt til egg-tígullaga, tvísagtennt, dökkgræn ofan, blágræn neðan, hárlaus. Blómin hvít og stór í sveipum með stilkum. Krónublöð kringlótt, lengri en fræflarnir.
Uppruni
Garðablendingur (S. chamaedryfolia L. × S. trilobata L.).
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar,í beð, sem stakstæðir runnar, í raðir, í limgerði.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til fjórar plöntur, sem sáð var til 1990 og gróðursettar í beð 1993, kala ögn sum ár, eru orðnar um 1,5 m háar og blómstra flest ár.