Spiraea × semperflorens

Ættkvísl
Spiraea
Nafn
× semperflorens
Íslenskt nafn
Skrúðkvistur
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Bleikur.
Blómgunartími
Sumar.
Hæð
- 1,5 m
Vaxtarlag
Lauffellandi runni, allt að 1,5 m hár. Smágreinar sívalar, fínrákóttar, hárlausar.
Lýsing
Lauf 5,5-10 sm, aflöng-lensulaga, odddregin, snörp, efsti 2/3 hlutinn tvísagtenntur, blágræn, næstum hárlaus neðan. Blómin bleik, stór, í marggreindum, keilu-pýramídalaga skúf, aðalblómskipunarleggurinn er dúnhærður.
Uppruni
Garðablendingur (S. japonica (L.) Desv. × S. salicifolia L.).
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í beð, í kanta, í þyrpingar.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til þrjár plöntur, sem sáð var til 1992, gróðursettar í beð 1994, kala talsvert af og til, blómstra mikið sum árin, stundum seinar til.