Spiraea trilobata

Ættkvísl
Spiraea
Nafn
trilobata
Íslenskt nafn
Síberíukvistur
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Lífsform
lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól (hálfskuggi)
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
0.5-1.2m
Vaxtarlag
Þéttur kúlulaga, fíngerður, mjóar hárlausar, sívalar, útstæðarog bugðóttar greinar.
Lýsing
Lauffellandi runni, allt að 1,2 m hár, ein greinaflækja, breiður en þéttur í vextinum. Sprotar sívalir, oft bugðóttir, ungar greinar grannar hárlausar. Laufin 1,5-2,75×1-2,5 sm, næstum kringlótt, bogadregin við grunninn, stundum dálítið hjartalaga, gróftennt, stöku sinnum ógreinilega 3-5 flipótt.blágræn, sérstaklega á neðra borði. Blóm hvít, smá, mörg saman í 4 sm breiðum sveip. Sveipirnir eru endastæðir á stuttum, laufóttum stilkum. Blómleggir grannir, 2 sm langir, hárlausir. Krónublöð lengri en fræflarnir. Hýði dálítið útstæð, með uppsveigðum restum af stílum. Síberíukvistur er líkur S blumei G. Don.
Uppruni
N Síbería, Turkestan til N Kína.
Harka
4
Heimildir
1
Fjölgun
Sumargræðlingar, sáning.
Notkun/nytjar
í þyrpingar, raðir, stakstæður, í stórar steinhæðir, kanta á trjábeðum.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein aðkeypt planta sem var gróðursett í beð 1999, þrífst vel og blómstrar árlega.Harðgerður, grisja þarf eftir blómgun, ekki stífa, hefur verið lengi í ræktun hérlendis eða um 30 ár, ekki árviss blómgun (kelur stundum dálítið.