Spiraea uratensis

Ættkvísl
Spiraea
Nafn
uratensis
Íslenskt nafn
Mánakvistur
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól- hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Maí-júní, aldin í júlí-ágúst.
Hæð
- 1,5 m
Vaxtarlag
Lauffellandi, uppréttur runni, allt að 1,5 m hár. Smágreinar rauðbrúnar en verða grábrúnar, sívalar eða ögn kantaðar, brum lang-egglaga, með tvö hreistur, langydd.
Lýsing
Laufleggir 2-10 mm, hárlausir, laufblaðkan aflöng-egglaga, aflöng-lensulaga eða aflöng-öfuglensulaga, 1-3 × 0,7-1,5 sm, hárlaus bæði ofan og neðan, grunnur fleyglaga, jaðrar heilrendir, blaðkan snubbótt. Hálfsveipir endastæðir á stuttum hliðargreinum, samsettir, 3-5,5 × 4-5 sm, margblóma. Aðalblómskipunarleggur og blómleggir hárlausir, blómleggir 4-7 mm. Stoðblöð lensulaga til aflöng, 2-4 mm. Blómin 4-6 mm í þvermál. Blómbotn bjöllulaga eða hálfbjöllulaga, hárlaus á ytra borði. Bikarblöð þríhyrnd, 1-2 mm, upprétt við aldinþroskann, ydd. Krónublöð hvít, hálfkringlótt, 1,5-2,5 mm, hárlaus, grunnur með stutta nögl. Fræflar um 20 sinnum lengri en krónublöðin, kringla hringlaga, með 10 flipa, flipar snubbóttir til framjaðraðir. Frævur dúnhærðar, stílar styttri en fræflarnir. Hýði upprétt, útstæð, smádúnhærð. Stílar ögn útstæðir.
Uppruni
Kína.
Heimildir
= www.sFloras.org / Flora of China
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í beð, í kanta, í þyrpingar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta frá 1984, hefur farið mjög illa af og til, er nú um 1,5 m hár og blómstrar árlega.
Útbreiðsla
Vex í giljum, brekkum og klettaum í 1000-2400 m.