Symphytum tuberosum

Ættkvísl
Symphytum
Nafn
tuberosum
Íslenskt nafn
Pípuvalurt
Ætt
Munablómaætt (Boraginaceae).
Lífsform
Fjölær.
Kjörlendi
Hálfskuggi.
Blómalitur
Gulhvítur.
Blómgunartími
Vorblómstrandi.
Hæð
40-60 sm
Vaxtarlag
Uppréttur fjölæringur, allt að 60 sm hár, vex upp af skriðulum, þykkum, hnúðóttum jarðstöngli. Stönglar ógreindir eða með 1-2 stuttar greinar efst, þakinn aftursveigðum þornhárum.
Lýsing
Lauf með þornhærð sem eru þéttust neðst, grunnlauf hverfa við blómgun, eru egg-spaðalaga, legglöng, leggir með vængi. Miðlauf egglensulaga til oddbaugótt, 10-14 x 3-6 sm, leggstutt, áberandi mikið stærri en þau neðstu. Efstu laufin legglaus. Blómskipun með 4-16 blóm, stöku sinnum fleiri. Blómleggir dúnhærðir, drúpandi. Bikar 5-8 mm, tennur band-lensulaga, yddar. Flipar ½-1/10 af lengd bikarsins og um það bil ½ af lengd krónunnar. Krónan 1,3-1,9 sm, gulhvít með breiðbjöllulaga krónutungu og aftursveiða flipa. Fræflar með frjóhnappa 2 x lengd frjóþráðanna. Ginleppar 2 x lengri en fræflarnir, þríhyrndir langyddir. Fræ(hnetur) ögn bognar, hrukkóttar, fínhnúskóttar.
Uppruni
V, M & S Evrópa, NV Tyrkland.
Harka
5
Heimildir
1,2
Fjölgun
Sáning, skipting, rótargræðlingar.
Notkun/nytjar
Sem þekja, í breiður, sem undirgróður, í fjölæringabeð.
Reynsla
Í uppeldi sem stendur.