Syringa × hyacinthiflora

Ættkvísl
Syringa
Nafn
× hyacinthiflora
Íslenskt nafn
Ilmsýrena
Ætt
Smjörviðarætt (Oleaceae).
Samheiti
Syringa × hyacinthiflora Rehder
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Bleikur-skærbleikur.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
4-5 m
Vaxtarlag
Uppréttur runni.
Lýsing
Laufin breið-egglaga, framjöðruð, bronslit eins og hjá S. oblata, en verða purpuralit að haustinu. Blómin meðalstór, ilmandi eins og hjá S. vulgaris, einföld eða fyllt, flipar dálítið innsveigðir. &
Uppruni
Garðablendingur (S. oblata Lindl. × S. vulgaris L.)
Harka
4
Heimildir
1
Fjölgun
Sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í beð, þyrpingar, sem stakur runni.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur undir þessu nafni sem sáð var til 2002 og gróðursettar í beð 2007 og 2009. Stutt reynsla en ekkert kal hefur verið skráð.