Syringa × josiflexa

Ættkvísl
Syringa
Nafn
× josiflexa
Yrki form
Guinevere
Höf.
Preston 1925, Kanada.
Íslenskt nafn
Sveigsýrena
Ætt
Smjörviðarætt (Oleaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól eða lítill skuggi.
Blómalitur
Lilla-bleikur.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
3-5 m
Lýsing
Meðalhár, lauffellandi runni með falleg, lilla-bleik, ilmandi blóm.
Uppruni
Garðablendingur (S. josikaea Jacq. f. ex Rchb. × S. komarowii Schneid. ssp. reflexa Schneid.).
Sjúkdómar
Runninn hefur mikið mótstöðuafl gegna sjúkdómum og meindýrum
Harka
5
Heimildir
1, http://www.tuinkrant.com, http://www.rogerstreesandshrubs.com, http://www.friendsofhefarm.ca, http://mosaid.org
Fjölgun
Yrkjunum verður aðeins fjölgað með græðlingum, sumargræðlingum, erfiðara er að nota vetrargræðlinga. Ágræðsla er líka möguleg. Plöntur upp af fræi eru aðeins notaðar sem ágræðslutré/runni.
Notkun/nytjar
Stórir runnar sem þurfa gott rými til að ná góðum þroska. Hentug í þyrpingar eða sem stakir runnar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein, gömul,planta, líklega frá því um 1980, óvíst um upprunanna. Þrífst vel, hefur kalið lítið eitt stöku ár. Blómstrar árlega.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR: Kom fram í Ottawa, Kanada hjá Isabelle Preston 1925.Harðgerður og frostþolinn.