Syringa × prestoniae

Ættkvísl
Syringa
Nafn
× prestoniae
Yrki form
James MacFarlane
Höf.
Yeager 1959, USA
Íslenskt nafn
Fagursýrena
Ætt
Smjörviðarætt (Oleaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Bleikur-djúpbleikur.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
2,4-3 m
Vaxtarlag
Stórvaxinn, uppréttur runni.
Lýsing
Glæsilegur, uppréttur, lauffellandi runni, 2,4-3 m hár og 1,8-3,6 m breiður laufin milligræn, slétt, glansandi, með áberandi æðastrengi, blómviljugur. Hægt að nota sem lítið tré. Blómin bleik-djúpbleik, ilmandi, í stórum klösum. Börkurinn sléttur. &
Uppruni
Garðauppruni (S. komarowii ssp. reflexa × S. villosa).
Sjúkdómar
Runninn hefur mikið mótstöðuafl gegna sjúkdómum og meindýrum.
Harka
4
Heimildir
1, http://davesgarden.com, http://www.friendsofhefarm.ca, http://gardenaway.com, http://www.naturehills.com, http://mosaid.org
Fjölgun
Yrkjunum verður aðeins fjölgað með græðlingum, sumargræðlingum, erfiðara er að nota vetrargræðlinga, einnig með því að að skipta rótarhnausnum. Ágræðsla er líka möguleg. Plöntur upp af fræi eru aðeins notaðar sem ágræðslutré/runni.
Notkun/nytjar
Stórir runnar sem þurfa gott rými til að ná góðum þroska, stakir eða í þyrpingum. Blómin góð til afskurðar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein aðkeypt planta sem var gróðursett í beð 2004. Þrífst vel, ekkert kal, blómstrar.