Syringa reticulata

Ættkvísl
Syringa
Nafn
reticulata
Íslenskt nafn
Drekasýrena
Ætt
Smjörviðarætt (Oleaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Rjómahvítur.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
- 10 m
Vaxtarlag
Uppréttur, lauffellandi runni eða lítið tré, allt að 10 m hátt og 3-5 m breitt.
Lýsing
Ungur börkur rauðbrúnn, glansandi með áberandi korkfrumum. Lauf glansandi, lensulaga til egglaga eða breið-egglaga, 4-15×2-9,5 sm, hárlaus eða hærð á neðra borði, grunnur yddur til bogadreginn, oddur odddreginn eða stutt-odddreginn. Laufleggir 1-3 sm. Blómin ilmandi. Blómskipanirnar vaxa frá pari af hliðarbrumum, sem eru greinilega endastæð, 10-20×10-20 sm, hárlausar eða með strjál hár. Bikar öfugkeilulaga, 1-1,5 mm langur hárlaus, ógreinilega tenntur. Króna rjómahvít, ilmar eins og Ligustrum, krónupípa 1,5-2,5 mm löng, flipar 2-3 mm langir, baksveigðir, Fræflar ná langt fram úr krónupípunni. Hýði aflöng-sívöl 1-2 sm, slétt eða fín-lensulaga.
Uppruni
N Japan.
Harka
Z5
Heimildir
1, 2
Fjölgun
Sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í beð, sem stakstæður runni eða tré.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 1983 og gróðursett í beð 1990 og tvær plöntur sem sáð var til 1991 og gróðursettar í beð 1994 og 2000, allar kala lítið, þrífast vel, blómstrar.