Syringa reticulata

Ættkvísl
Syringa
Nafn
reticulata
Ssp./var
ssp. reticulata
Íslenskt nafn
Drekasýrena
Ætt
Smjörviðarætt (Oleaceae).
Samheiti
S. amurensis v. japonica (Maximowicz) Franchet & Savatier, S. japonica (Maximowicz) Decaisne
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Rjómahvítur.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
- 10 m
Vaxtarlag
Stórvaxinn, uppréttur runni eða lítið tré, allt að 10 hátt.
Lýsing
Lauf egglaga eða breið-egglaga, 6-15×4-9,5 sm, hærð á neðraborði, einkum á miðstreng og hliðarstrengjum sjaldan hárlaus, grunnur snubbóttur til bogadreginn. Laufleggir 1,5-3 sm langir, stinnir. Blómskipunin með strjál hár, sjaldan hárlaus. Krónupípa 2-2,5 mm löng, flipar 2,5-3 mm. Hýði um 2 sm, snubbótt í endann.
Uppruni
Japan.
Harka
H1
Heimildir
2, http://personal.inet.fi
Fjölgun
Sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í beð, sem stakstæður runni eða tré.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til þrjár plöntur sem sáð var til 1983, og gróðursettar í beð 1991 og tvær sem sáð var 1991, gróðursettar í beð 1994. Þær eldri laufgast seint og hafa kalið mismikið undanfarin ár, þær yngra hafa kalið dálítið sum ár.