Syringa × swegiflexa

Ættkvísl
Syringa
Nafn
× swegiflexa
Íslenskt nafn
Reykjasýrena
Ætt
Smjörviðarætt (Oleaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Rauður til damask-bleikur, byrja að fölna um leið og blómin hafa sprungið út.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
- 4 m
Vaxtarlag
Uppréttur runni.
Lýsing
Lauffellandi, runni, allt að 4 m hár, laufin lík og hjá bogsýrenu (S. komarowii ssp. reflexa), heilbrigð. Líkist bogasýrenu en blómskipunin er stærri og þéttari. Blómin eru rauð til damask-bleik, byrja að fölna um leið og þau springa út, blómklasar langir og glæsilegir.
Uppruni
Garðablendingur (S. komarowii ssp. reflexa x S. tomentella ssp. sweginzowii).
Harka
6
Heimildir
1, http://koju.de
Fjölgun
Sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í beð, í þyrpingar, sem stakstæður runni.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein aðkeypt planta undir þessu nafni, sem var plantað í beð 1993. Þrífst vel, ekkert kal skráð.