Syringa tomentella

Ættkvísl
Syringa
Nafn
tomentella
Ssp./var
ssp. yunnanensis
Höfundur undirteg.
(Franch.) Jin Y.Chen & D.Y.Hong
Íslenskt nafn
Fölvasýrena / Júnísýrena
Ætt
Smjörviðarætt (Oleaceae).
Samheiti
Syringa yunnanensis Franch
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Skeljableikur.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
- 3 m
Vaxtarlag
Lauffellandi runni, allt að 3 m hár, uppréttur, mjósleginn í vextinum, greinar grannar, sveigjanlegar. Ársprotar dúnhærðir, rauð-grænir, vörtóttir.
Lýsing
Lauf allt að 8 sm, oddbaugótt eða mjó-öfugegglaga, odddregin, mjókka að grunni, ólífugræn ofan, bláleit neðan, hárlaus, jaðrar randhærðir. Laufleggir rauð-grænir. Blómin í endastæðum dúnhærðum skútum, allt að 15 sm löngum. Blómin ilmandi, skeljableik, lýsast með aldrinum, krónuflipar uppréttir. Frjóhnappar skærgulir. Bikar hárlaus, bollalaga, með örlitlar tennur, rauðgrænn.
Uppruni
Kína.
Harka
6
Heimildir
1
Fjölgun
Sumargræðlingar, sáning.
Notkun/nytjar
Í beð, í þyrpingar, sem stakstæðir runnar eða óklippt limgerði.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein gömul planta, ein sem sáð var til 1981 og gróðursett í beð 1985 og ein aðkeypt planta sem var gróðursett í beð 1983. Kala yfirleitt lítið, eru orðnar stórir runnar sem blómstra árlega.
Yrki og undirteg.
RoseaBlómin í löngum, grönnum skúf, skærbleik, lýsast með aldrinum.