Syringa tomentella

Ættkvísl
Syringa
Nafn
tomentella
Íslenskt nafn
Fölvasýrena / Loðsýrena
Ætt
Smjörviðarætt (Oleaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Bleikur, lillableikur eða hvítur.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
- 4 m eða hærri.
Vaxtarlag
Uppréttur, lauffellandi runni, allt að 4 m hár eða hærri.
Lýsing
Laufin oddbaugótt-aflöng, stundum lensulaga, 3-10×1,5-6 sm, með strjál dúnhár eða hárlaus á efra borði, þétt til strjál dúnhærð á neðra borði. dálítið ljósari á neðra borði en ekki bláleit, grunnur bogadreginn til yddur. Blómskipunin því sem næst upprétt, endastæð, stundum hliðstæð, í skúf, nokkuð gisin, 10-20 sm löng, oftast dúnhærð. Bikar 1,5-2 mm langur, ógreinilega tenntur, fíndúnhærður eða hárlaus. Krónupípan því sem næst trektlaga, bleik, lillableik eða hvít. 8-10 mm löng. Flipar 3-4 mm langir, útstæðir eða ögn baksveigðir. Fræflar rétt innan við pípuopið. Hýði sívöl-aflöng, ydd í toppinn, um 1,5 sm löng.
Uppruni
SV Kína.
Harka
6
Heimildir
1,2
Fjölgun
Sáninr, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í beð, í þyrpingar, sem stakstæðir runnar.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum en hefur verið sáð (2010).