Syringa vulgaris

Ættkvísl
Syringa
Nafn
vulgaris
Yrki form
'Mrs Edward Harding'
Höf.
Lemoine 1923
Íslenskt nafn
Dísarunni (Garðasýrena)
Ætt
Smjörviðarætt (Oleaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól og skjól, ef til vill dálítill skuggi.
Blómalitur
Ljós purpurarauður.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
-2,4 m
Vaxtarlag
Lauffellandi runni, 2,4 m hár og um 3 m breiður.
Lýsing
Blómklasar stórir, grunnur breiður, blómin stór, fyllt, ekki sammiðja, flipaoddar langir, grannir, mjög innsveigðir, ljós purpurarauð, verða fallega purpurableik þegar blómin fölna. Með tilliti til rauðu fylltu blómanna er þetta ef til vill besta yrkið, allstaðar dáð.
Uppruni
Yrki.
Harka
H1
Heimildir
7, http://davesgarden.com
Fjölgun
Sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í beð, þyrpingar, sem stakstæður runni.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 1994 og tvær sem sáð var til 1996. Þær hafa lítið sem ekkert kalið og blómstra árlega.