Syringa vulgaris

Ættkvísl
Syringa
Nafn
vulgaris
Yrki form
Mme Lemoine
Höf.
(Lemoine 1890)
Íslenskt nafn
Dísarunni (Garðasýrena)
Ætt
Smjörviðarætt (Oleaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól eða dálítill skuggi og skjól.
Blómalitur
Hreinhvítur.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
- 4 m
Vaxtarlag
Lauffellandi, súlulaga runni, 4 m hár og um 2 m breiður, greinar langar og sterkbyggðar.
Lýsing
Blómin hreinhvít, ilma mikið. Flipaoddar bogadregnir, sveigðir. Blómklasar eru mjög þungir og hafa tilhneigingu til að sliga sterklega leggina. Myndar ekki rótarskot.
Uppruni
Yrki.
Harka
H1
Heimildir
2, 7, http://www.plantexplorers.com
Fjölgun
Árangursríkast er að taka græðlinga af öllum sýrenu-yrkjum strax að blómgun lokinni. Þá rætast græðlingarnir best.
Notkun/nytjar
Góður til afskurðar. Góður í garða. Runninn þolir næðinga þegar hann hefur náð rótfestu, en hann má ekki vera aðþrengdur, það þarf að lofta um hann.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til þrjár plöntur sem sáð var til 1994 og gróðursettar í beð 2001, 2002 og 2004. Þrífast sæmilega, ekkert kal.