Syringa vulgaris

Ættkvísl
Syringa
Nafn
vulgaris
Yrki form
Jan van Tol
Höf.
(van Tol 1936)
Íslenskt nafn
Dísarunni (Garðasýrena)
Ætt
Smjörviðarætt (Oleaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Hreinhvítur.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
-6 m
Vaxtarlag
Útbreiddur, lauffellandi runni útbreiddur og óreglulegur í vextinum, meira en 6 m hár og álíka breiður.
Lýsing
Lauf milligræn, meðalstór. Blómin einföld, hreinhvít, falleg. Klasar eru langir, samt of þungir fyrir fremur veikbyggðan stilkinn, 2,5-3 sm í þvermál, ilmur blómanna mjög sterkur.
Uppruni
Yrki.
Harka
H1
Heimildir
2, 7, http://www.backyardgardener.com
Fjölgun
Árangursríkast er að taka græðlinga af öllum sýrenu-yrkjum strax að blómgun lokinni. Þá rætast græðlingarnir best.
Notkun/nytjar
Sem stakur runni, í þyrpingar á rúmgóðum svæðum. Yrki sem er mikils metið til ræktunar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein gömul planta undir þessu nafni. Þrífst sæmilega, ekkert kal, blóm af og til.