Syringa wolfii

Ættkvísl
Syringa
Nafn
wolfii
Íslenskt nafn
Bjarmasýrena
Ætt
Smjörviðarætt (Oleaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Ljóspurpura.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
3-5 m
Vaxtarlag
Lauffellandi runni, uppréttur og kröftugur, 3-5 m hár. Börkurinn sléttur eða með fáeina korkbletti, verður grár.
Lýsing
Laufin allt að 10 sm löng, sporbaugótt til lensulaga, mjó-langydd, hárlaus ofan, dúnhærð neðan einkum á æðastrengjunum. Blómin í endastæðum, laufóttum og dúnhærðum skúf, allt að 30 sm löngum og sem mjókkar fram. Blómin stór, ljóspurpurarauður, ilma. Króna allt að 13 mm löng, flipar framstæðir ekki baksveigðir. Frjóhnappar gulir, eru hálfa leið inni í krónupípunni.
Uppruni
Kórea, Mansjúría.
Harka
5
Heimildir
1, http://personal.inet.fi
Fjölgun
Sáning, haustgræðlingar.
Notkun/nytjar
Í beð, í þyrpingar, sem stakstæðir runnar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein gömul planta líklega gróðursett í beð 1983, þrjár plöntur sem sáð var til 1981 og ein sem sáð var til 1983. Allar hafa kalið lítið eða ekkert gegnum árin, enda orðnar stórir og miklir runnar, sem blómstra árlega. Þokkalega harðgerður.