Taxus baccata

Ættkvísl
Taxus
Nafn
baccata
Yrki form
'Compacta'
Íslenskt nafn
Ýviður
Ætt
Ýviðarætt (Taxaceae).
Samheiti
T. baccata compacta Beissn.
Lífsform
Sígrænn dvergrunni.
Kjörlendi
Hálfskuggi (sól).
Blómalitur
Kk hnattlaga þyrping af frævlum, kvk lítið grænt ber.
Blómgunartími
Júní.
Hæð
1,3 m
Vaxtarhraði
Hægvaxta.
Vaxtarlag
Dvergform, kúlulaga í vexti, verður allt að 1,3 m hátt og breitt. Greinar reglulegar, útstæðar. Ársprotar margir, 4-6 sm langir.
Lýsing
Barr kransstætt, 5-10 mm langt, 1-1,5 mm breitt, dálítið sigðlaga, gljáandi dökkgræn ofan en nokkuð ljósari að neðan með dekkri miðlínu
Uppruni
Yrki.
Harka
6
Heimildir
7
Fjölgun
Sumargræðlingar í ágúst-september.
Notkun/nytjar
Austur- og norðurkantur í blönduðum beðum t.d. trjábeðum.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 1998 og gróðursett í beð 2004. Kelur ekkert, þrífst vel og lofar góðu 2010.