Taxus baccata

Ættkvísl
Taxus
Nafn
baccata
Yrki form
Sommergold
Íslenskt nafn
Ýviður
Ætt
Ýviðarætt (Taxaceae).
Lífsform
Sígrænn runni.
Kjörlendi
Hálfskuggi (sól).
Blómalitur
Kk hnattlaga þyrping af frævlum, kvk lítið, grænt ber.
Blómgunartími
Júní.
Vaxtarhraði
Hægvaxta.
Vaxtarlag
Úrval ungplantna. Breið og flatvaxið form, greinar dálítið skástæðar upp á við.
Lýsing
Barr sigðlaga, 20-30 mm langt, 2-3 mm breitt, jaðar breiður, gulur, á sumrin næstum alveg gult, mjög sólþolið, brennur jafnvel ekki í fullri sól.
Uppruni
Yrki.
Heimildir
7
Fjölgun
Sumargræðlingar í ágúst-september.
Notkun/nytjar
Austur- og norðurkantur í blönduðum beðum, t.d. trjábeðum.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem keypt var 1993 og gróðursett í beð það ár. Kól dálítið fyrstu árin en þrífst vel og kelur ekkert hin síðari.