Taxus cuspidata

Ættkvísl
Taxus
Nafn
cuspidata
Yrki form
'Nana'
Íslenskt nafn
Japansýr
Ætt
Ýviðarætt (Taxaceae).
Samheiti
T. baccata brevifolia Hort, T. cuspidata compacta Bean
Lífsform
Sígrænn runni.
Kjörlendi
Hálfskuggi (sól).
Hæð
1 (-3 m)
Vaxtarlag
Lágvaxinn runni, mjög óreglulegur í vextinum, breiður, oftast um 1 m hár og 3 m breiður, en getur orðið allt að 3 m hár og 6 m breiður á 50 árum.
Lýsing
Greinar mjög útbreiddar, stinnar. Ársprotar stuttir. Barrnálar 20-25 mm langar, daufgrænar, ekki eða ógreinilega tvískiptar, en oftast kransstæð og djúpgræn.
Uppruni
Yrki.
Harka
6
Heimildir
7
Reynsla
Í Lystigarðinum eru fimm plöntur, ein sem var keypt 2000, gróðursett 2001; tvær sem sáð var til 1988, gróðursettar 1992 og tvær sem sáð var 2001, gróðursettar 2006 og 2007.Allar þrífast vel og eru fallegar, ekkert kal.