Taxus x media

Ættkvísl
Taxus
Nafn
x media
Yrki form
'Hillii'
Íslenskt nafn
Garðaýr
Ætt
Ýviðarætt (Taxaceae).
Samheiti
T. media pyramidalis hillii Keen
Lífsform
Sígrænn runni.
Kjörlendi
Hálfskuggi (sól).
Hæð
Allt að 3 m
Vaxtarlag
'Hillii' er allt að um 3 m hátt form, breiðkeilulaga í vextinum eða nálgast að vera kúlulaga. Árssprotar mjög þéttstæðir, uppréttir, hliðarárssprotar stuttir.
Lýsing
Nálar 20-22 mm langar, um 2,5 mm breiðar, yddar, gljáandi dökkgrænar ofan, grasgrænar að neðan.
Uppruni
Yrki.
Heimildir
7
Fjölgun
Sumargræðlingar í ágúst-september.
Reynsla
Í Lystigarðinum er ein planta frá sem keypt var 2000 og gróðursett í beð 2001. Vetrarskýling 2001-2007. Þrífst vel, kelur ekkert, er mjög falleg.