Thalictrum alpinum

Ættkvísl
Thalictrum
Nafn
alpinum
Íslenskt nafn
Brjóstagras
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Grænpurpura, fjólublár.
Blómgunartími
Júní.
Hæð
- 15-20 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 15 sm há. Jarðstönglar stuttir. Laufin hárlaus, smálauf 3-8 mm, kringlótt, tennt eða flipótt x 3-5.
Lýsing
Blómskipun í klösum, allt að 20 sm. Blómin 5 mm, bikarblöð 4, grænpurpura. Fræflar allt að 6 talsins, hangandi, lengri en bikarblöðin. Frjóþræðir þráðlaga, fjólubláir. Hnetur 2-3, næstum legglausar.
Uppruni
Ísland, Evópa, Asía, N Ameríka.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir.
Reynsla
Harðgerð, íslensk planta, auðræktuð, hefur verið mörg ár í íslensku beðunum..