Thalictrum delavayi

Ættkvísl
Thalictrum
Nafn
delavayi
Íslenskt nafn
Gefnargras
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Samheiti
Thalictrum dipterocarpum hort. non Franch.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Fölpurpura til hvítur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
90-120 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 120 sm hár, hárlaus, stönglar svartleitir. Lauf 2-3, skipt í 3 hluta eða fjöðruð. Smálauf a1lt að 1,5 sm, 3-flipótt eða heil.
Lýsing
Blómin fjölmörg í gisnum skúfum. Bikarblöð 4, fölpurpura til hvít, um 1,5 sm. Fræflar styttri en bikarblöðin, hangandi, frjóþræðir þráðlaga. Hnetur 10-12, flatar en ekki með vængi, allt að 1 sm með á löngum legg.
Uppruni
V Kína.
Harka
7
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning, fræið er nokkuð lengi að spíra.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð, sem undirgróður, í þyrpingar, sem stakstæð planta.
Reynsla
Harðgerð-meðalharðgerð, lítt reynd hérlendis. Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur, sem var sáð 1987 og gróðursettar í beð 1988, þrífast vel.
Yrki og undirteg.
'Alba' er hvítblóma afbrigði, sem stundum finnst, 'Hewitt's Double' er ofkrýnt afbrigði með purpuralit blóm, sem líklega er af þessari tegund.