Thalictrum fendleri

Ættkvísl
Thalictrum
Nafn
fendleri
Íslenskt nafn
Skógargras*
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól eða hálfskuggi.
Blómalitur
Grænhvítur.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
- 200 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 200 sm há, smádúnhærð. Lauf 2-4 skipt í 3 hluta, efstu laufin næstum legglaus, smálauf allt að 2 sm, bogadregin til hálfhjartalaga við grunninn, 3-flipótt, bogtennt.
Lýsing
Blómin einkynja, fjölmörg í skúfum. Bikarblöðin grænhvít, frjóþræðir þráðlaga. Bikarblöð karlblóma allt að 6 mm en minni á kvenblómum. Fræflar lengri en bikarblöðin, frjóþræðir þráðlaga, gulir. Hnetur 7-11, legglausar eða því sem næst, kirtil-dúnhærðar, hliðflatar með 5-6 rif á hvorri hlið.
Uppruni
NV Bandaríkin.
Harka
5
Heimildir
= 1, 2
Fjölgun
Sáning (fersk fræ), skipting.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 2012 og gróðursett í beð 2015.