Thalictrum filamentosum

Ættkvísl
Thalictrum
Nafn
filamentosum
Íslenskt nafn
Haðargras
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól - hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júní.
Hæð
20-60 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt sem myndar brúska, er með jarðstöngla sem skríða lítið eitt. Stönglar eru 20-60 sm háir. Laufin eru 2-3 skipt, smálaufin 1,5-8 sm löng, egglaga til egglaga-aflöng eða bogadregin, oft grunnflipótt, bláleit, fleyglaga til hálfhjartalaga, með himnufald og bláleit á neðra borði.
Lýsing
Blómin eru með hvít, oddbaugótt bikarblöð og frjóþræði sem breikka að toppi, þau eru í flat-toppa skúfum.
Uppruni
Japan, Kórea, NE Kína, Kúríleyjar.
Heimildir
= encyclopaedia.alpnegardensociety.net/plants/Thalictrum/filamentosum
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 2002 og gróðursett í beð 2006.
Útbreiðsla
Haðargrasið vex í fjallaskógum og innan um runna í heimkynnu sínum.