Thalictrum flavum

Ættkvísl
Thalictrum
Nafn
flavum
Íslenskt nafn
Mánagras
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
90-120 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 100 sm há með langa jarðstöngla. Lauf 2-3 fjaðurskipt, oftast hárlaus. Smálauf öfugegglaga til aflöng með 3-4 ydda flipa.
Lýsing
Blómin fjölmörg í uppréttum mjóum til egglaga skúfum, ILMANDI. Bikarblöð 4, gul, um 3 mm löng. Fræflar lengri en bikarblöðin, uppréttir, frjóþræðir þráðlaga. Hnetur um 15, legglausar, gáróttar.
Uppruni
Evrópa - A Miðjarðarhafssvæðið.
Harka
6
Heimildir
= 1, 2
Fjölgun
Skipting, sáning, fræið er nokkuð lengi að spíra.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð, sem undirgróður, í þyrpingar, sem stakstæð planta. Þarf uppbindingu.
Reynsla
Harðgerð planta, ekki í Lystigarðinum 2015.