Thalictrum javanum

Ættkvísl
Thalictrum
Nafn
javanum
Íslenskt nafn
Baldursgras
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól eða hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
- 100 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 100 sm há, hárlaus eða kirtildúnhærð. Stönglar greinótir. Grunnlauf eru visin um blómgunartímann. Stöngullauf með legg, axlablöð brún, 2-3 mm breið, himnukennd, randhærð laufleggur um 5,5 sm. Laufblaðkan 3-4 fjaðurskipt, 6-25 sm, leggir smálaufa 0,5-1,4 mm, blaðka smálaufa öfugegglaga, oddbaugótt eða kringlótt, 1,2-2,5 x 1-1,8 sm, pappírskennd, grunnur breiðfleyglaga, bogadreginn eða næstum hjartalaga, jaðrar tenntir, oddur 3-flipóttur, æðar upphleyptar á neðra borði.
Lýsing
Blómskipunin skúfur, með fá eða mörg blóm, hvít eða purpura. Blómleggur 3-7(-10) mm. Bikarblöð 4, skammæ, 2,5-3 mm. Fræflar margir, 2-5 mm, frjóþræðir þráðlaga við grunninn, öfuglensulaga efst (kylfulaga), breiðari en frjóhnapparnir. Frjóhnappar 0,6-1 mm. Frævur 8-35, stíll krókboginn, 0,6-2 mm. Hnetur 8-30, ± legglausar, gáróttar, mjó-egglaga, 2-3 mm, rifin 6-8.
Uppruni
Himalaja til Indlands og V Kína, Indónesía.
Harka
9
Heimildir
= 2, Flora of China.
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein, gömul planta undir þessu nafni, þrífst vel.