Thalictrum lucidum

Ættkvísl
Thalictrum
Nafn
lucidum
Íslenskt nafn
Ljósagras
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Samheiti
T. angustifolium mistúlkun
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Grængulur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
70-100 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 100 sm há, hárlaus. Lauf 2-3 fjöðruð. Smálauf aflöng til bandlaga, miklu lengri en þau eru breið, heil eða flipótt.
Lýsing
Blóm fjölmörg í uppréttum skúf með þéttum blómknippum. Bikarblöð 4, grængul, um 3 mm löng. Fræflar lengri en bikarblöðin, uppréttir, frjóþræðir þráðlaga. Hnetur 6-12, legglausar, gáróttar.
Uppruni
Evrópa að tempraða hluta Asíu.
Harka
7
Heimildir
= 1, 2
Fjölgun
Skipting, sáning, fræið er lengi að spíra.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, í blómaengi, í fjölæringabeð.
Reynsla
Harðgerð planta. Í Lystigarðinum er til ein, gömul planta undir þessu nafni, þrífst vel.
Yrki og undirteg.
'Adiantifolium' með enn fínlegri blöð, eftirsótt yrki.