Thalictrum minus

Ættkvísl
Thalictrum
Nafn
minus
Ssp./var
v. hypoleucum
Höfundur undirteg.
(Siebold & Zuccarini) Miquel
Íslenskt nafn
Sjafnargras
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Samheiti
Thalictrum hypoleucum Siebold & Zuccarini, Abh. Math.-Phys. Cl. Königl. Bayer. Akad. Wiss. 4(2): 178. 1846; T. amplissimum H. Léveillé & Vaniot; T. minus var. amplissimum (H. Léveillé & Vaniot) H. Léveillé; T. minus var. elatum Lecoyer; T. minus var. majus Miquel; T. minus var. thunbergii (de Candolle) Voroschilov; T. purdomii Clark; T. thunbergii de Candolle; T. thunbergii var. majus (Miquel) Nakai.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól eða hálfskuggi.
Blómalitur
Gulleitur.
Blómgunartími
Júlí-september.
Hæð
30-100 sm
Vaxtarlag
Laufóttir stönglar, 30-100 sm háir, með ögugegglaga, grunn-þríflipótt smálauf, sem eru blágræn á neðra borði, stærri við grunn stöngulsins en ofar á honum. Laufblaðkan 1,5-4(-5) x 1,5-4(-5) sm, hvít-mjölvuð á neðra borði, æðar upphleyptar á neðra borði.
Lýsing
Blómin eru smá í fremur stórum endastæðum skúf, blómin eru með áberandi gulleita fræfla. Blómleggir 3-8 mm.
Uppruni
Kína, Kórea, Japan.
Heimildir
Flora of China, https://www.mailorder.crug.farm.co.uk/?pid=11275,
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur undir þessu nafni, til þeirra var sáð 1994 og 1996 og þeim plantað í beð 1995 og 1998, báðar þríast vel.