Thalictrum polygamum

Ættkvísl
Thalictrum
Nafn
polygamum
Íslenskt nafn
Engjagras*
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júní-ágúst.
Hæð
50-260 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, hárlaus eða dúnhærð, en ekki kirtilhærð, 50-260 sm hár. Stöngullauf legglaus, bleðlar fremur þykkir, bogadregnir til aflangir, flipar oft broddyddir, stundum smádúnhærðir neðan.
Lýsing
Blómskúfurinn mjög samsettur með bogadreginn eða flatan topp. Blómin hvít (sjaldan purpuralit), kvenblóm oftast með fræfla líka. Bikarblöð 2-3,5 mm löng, aflöng eða öfugegglaga, oddlaus, frjóhnappar EKKI hangandi, aflangir, oddlausir, 0,7-2 mm langir á hvítum kylfulaga stinnum frjóþráðum, 3-5-5 mm löngum. Frævur og aldin hárlaus eða dúnhærð. Stíll og bandlaga fræni 1,3-2,5 mm löng. Hneta 2,5-5 mm löng, hálfásætin eða leggstutt.
Uppruni
N Ameríka.
Heimildir
Gray's Manual of Botany,
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð, í blómaengi.
Reynsla
Var til í Lystigarðinum, en er það ekki 2015.
Útbreiðsla
Vaxtarstaðir í villtri náttúru eru engi, kjarr og votlendi.