Thalictrum ramosum

Ættkvísl
Thalictrum
Nafn
ramosum
Íslenskt nafn
Hæðagras*
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól-hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur með purpura slikju.
Blómgunartími
Júní.
Hæð
12-45 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, 12-45 sm há, hárlaus. Rætur aldrei grófgerðar. Stönglar greinóttir, greiptir. Laufin bæði grunnlauf og stöngullauf, laufleggur 7-9 sm, laufblaðka 2 eða 3 fjaðurskipt, 7-15 sm. Blaðka smálaufa breið-egglaga, breið-öfugegglaga eða kringlótt, 0,7-2 x 0,5-1,5 sm, laufkennd, grunnur bogadreginn eða hálfhjartalaga, snubbótt í oddinn, ógreinilega 3-flipótt, flipar oddhvassir, æðastrengur upphleyptir á neðra borði, flatir á efra borði.
Lýsing
Blómskipunin eifnaldur skúfur. Blómleggir þráðlaga, 5-10 sm. Bikarblöð 4, visna snemma, hvít með purpura slikju, egglaga, um 2 mm. Frjóþræðir þráðlaga við gruninn, 4-6 x lengd frjóhnappsins, mjó-öfuglensulaga. Frjóhnappar með gula slikju, um 0,7 mm. Frævur (6-)8-16, stíll baksveigður, grannur, um 2 mm, ögn lengri en egglegið. Hnetur legglausar, mjó-egglaga eða lensulaga, 3,5-4,5 mm, rif um 8.
Uppruni
Kína.
Heimildir
http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora-id=2&taxin-id=200.... , Flora of China.
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð, í steinhæðir.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein plantu undir þessu nafni, sem sáð var til 1994 og gróðursett í beð 2003, þrífst vel.
Útbreiðsla
Hæðagras (T. ramosum) er lækningajurt.