Thalictrum sultanabadense

Ættkvísl
Thalictrum
Nafn
sultanabadense
Íslenskt nafn
Persagras*
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Grænleitur ?
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
- 25 sm
Vaxtarlag
Fjölær, brúskkennd jurt með jarðstönglum, hárlaus. Stönglar allt að 25 sm háir. Lauf 2 x þrífingruð, 6 sm löng, laufleggir dúnhærðir, 1 sm langir, fliparnir eru aflangir-fleyglaga, djúp þrískiptir, fliparnir oft tenntir. Endemisk jurt.
Lýsing
Blómskipunin endastæður klasi með stoðblöðum, blómleggurinn nær varla upp fyrir stoðblöðin.Blómin með lensulaga bikarblöð, krónublöðin oddbaugótt, 40 mm löng með 3-5 frævur. Frjóþræðir breiðari efst. Hnetur bogsveigðar, (5-)7-10 mm langar, með mjög greinileg rif.
Uppruni
Tyrkland, Íran, Írak, Transkákasus, Afganistan.
Heimildir
www.vanherbaryum.yyu.edu.tr/flora/famgenustur/ranunculacae/thalictrum/tsultanabadense/index.htm, www.plantes-botanuque.org/espece-thalictrum-sultanabadense, flora.kadel.cz/g/kvCard.asp-Id=10687.htm
Fjölgun
Sáning að vorinu, fræ rétt aðeins þakið, spírar á 3 mánuðum, 13-18°C, skipt snemma vors eða að haust.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð, þolir ekki vætu að vetrinum
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 1988 og gróðursett í beð 1993, þrífst vel.