Thalictrum venulosum

Ættkvísl
Thalictrum
Nafn
venulosum
Íslenskt nafn
Netjugras
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól eða hálfskuggi.
Blómalitur
Grænhvítur.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
20-50 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt með uprétta stöngla, 20-50 sm háa, með bæði grunnlauf og stöngullauf. Stöngullauf1-3, þau sem næst eru blómskipuninni eru með legg, þau sem eru næst skúfgreinunum eru legglaus. Laufblaðkan er 3-4 x þrískipt. Smálauf öfugegglaga til kringlótt með 3-5 flipa í endann, 5-20 mm, jaðrar flipanna bogtenntir, neðra borð hárlaust eða kirtildúnhært.
Lýsing
Blómskipunin endastæður skúfur, mjór eða þéttur með mörg blóm. Bikarglöð grænhvít, lensulaga eða breið egglaga til oddbaugótt eða ögugegglaga, 2-4 mm, frjóþræðir með litarefni, ekki hvítir, (1,8-)3-5,5 mm, frjóhnappar 2-3,5 mm, snubbóttir til broddyddir. Fræni oftast gulleitt. Hnetur 5-17, uppréttar eða útstæðar, ekki aftursveigðar, næstum legglausar. Leggur 0,1-0,3 mm, hnetan oft greinilega bogin, oddbaugótt-aflöng, næstum sívöl til ögn útflött, efra borð 3-4(-6) mm, hárlaust til kirtilhært, æðar greinilegar, ekki samstrengjótt-netæðótt, trjína 1,5-2,5(-3) mm.
Uppruni
N Ameríka,
Heimildir
www.efloras.org/florataxon.aspx?flora-id=1&taxon-id=233501277, Flora of North America
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð, í blómaengi.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur sem sáð var til 1991 og gróðursettar í beð 1993.