Thuja occidentalis

Ættkvísl
Thuja
Nafn
occidentalis
Yrki form
Giganteoides
Íslenskt nafn
Kanadalífviður
Ætt
Sýprisætt (Cupressaceae).
Lífsform
Sígrænt tré.
Kjörlendi
Sól.
Blómgunartími
Júní.
Hæð
5-6 m
Vaxtarlag
Yrki sem er gróft í vextinum, keilulaga og kröftugt, verður 5-6 m hátt eða hærra. Greinar uppréttar og sverar.
Lýsing
Greinar uppréttar og sverar. Smágreinar gisstæðar og dálítið líkar og hjá T. plicata, djúpgrænar.
Uppruni
Yrki.
Harka
Z2
Heimildir
= 7
Fjölgun
Vetrargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í raðir, í blönduð runnabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1998, gróðursett í beð 2006. Ekkert kal, skammvinn reynsla.