Tilia americana

Ættkvísl
Tilia
Nafn
americana
Yrki form
'Dentata'
Íslenskt nafn
Svartlind
Ætt
Lindiætt (Tiliaceae).
Lífsform
Lauffellandi tré (eða runni).
Kjörlendi
Sól eða hálfskuggi.
Blómalitur
Fölgulur.
Blómgunartími
Sumar.
Hæð
Ekki vitað hve hátt tréð verður hérlendis, allt að 25 m hátt og 12 m breitt í heimkynnum sínum.
Vaxtarhraði
Vex meðalhratt.
Vaxtarlag
Lauffellandi tré sem getur orðið allt að 40 m hátt í heimkynnum sínum, krónan breiðeggglaga til hvelfd. Börkur dökkgrár, langrifflaður. Greinar sléttar, gráar, ársprotar hárlausir, grænir.
Lýsing
Lauf 6-16 × 5-13 sm til 22 sm á rótarskotum, breiðegglaga til kringluleit, stöku sinnum þverstýfð við grunninn, snögg odddregin, hvasssagtennt, glansandi dökkgræn og hárlaus ofan, ljósari með áberandi æðastrengi og stöku sinnum með dúnháradúska í æðastrengjakrikunum á neðra borði. Laufleggur 3-8 sm. Blómin fölgul, 12-15 mm, 5-15 í skúf, bikarblöð 4-6 × 2-3 mm, lensulaga, odddregin, dúnhærð. Krónublöð oddbaugótt, fræflar um 60, stílar útstæðir. Blómin eru tvíkynja og eru frævuð af skordýrum. Aldin hálf-hnöttótt, 6-9 mm
Uppruni
M & A N-Ameríka.
Sjúkdómar
Viðkvæm fyrir blaðlús. Hefur mikla mótstöðu gegn hunangssvepp.
Harka
Z3 og ekki viðkvæm fyrir frosti.
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.Ef mögulegt er, er best að ná í nýtt fræ sem er þroskað en hefur ekki enn þróðað harðan aldinvegg og sá því strax í sólreit. Það getur verið að fræið spíri næsta vor en það getur tekið 18 mánuði. Fræ sem hefur verið geymt getur spírað mjög hægt. Það er með harðan aldinvegg, djúpan dvala plöntufóstursins og harða skel utan á aldinveggnum. Allt þetta gerir að verkum að það getur tekið fræið allt að 8 ár að spíra. Ein aðferð til að stytta þennan tíma er að hafa fræið í 5 mánuði í miklum hita (stratification) (10°C að nóttu og allt að 30°C að deginum) og síðan 5 mánaða kuldameðferð. Þegar smáplönturnar eru orðnar nógu stórar til að handfjatla þær er hverri plantað í sinn pott og þær hafðar í gróðurhúsi fyrsta veturinn. Gróðursetjið þær á framtíðarstaðinn síðla vors eða snemmsumars, eftir að frosthættan er liðin hjá. Sveiggræðsla að vorinu rétt áður en laufin koma. Tekur 1-3 ár. Rótarskot, ef þau myndast, er hægt að taka með eins miklu af rótum og hægt er þegar plantan er í dvala og gróðursetja strax.
Notkun/nytjar
Stakstætt tré, í þyrpingar, í beð. Þrífst í frjóum, rökum, hlutlausum jarðvegi, líka í ögn súrum. Vex illa í mjög þurrum og mjög blautum jarðvegi. Þrífst illa áveðurs, en þolir vind í meðallagi. Tré sem vex hratt og er meðallanglíft úti í náttúrunni. Þrífst best í meginlandsloftslagi. Tréð þolir vel klippingu og myndar oft mikið af rótarskotum. Linditré mynda oft blendinga með öðrum linditrjáategundum. Ef plöntur eru ræktaðar upp af fræjum er best að fræinu sé safnað úti í náttúrunni. Þolir rok en ekki saltúða frá hafi.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 1988 og gróðursett í beð 1994, kelur lítið. hefur staðið sig þokkalega í garðinum (meðalkal 2).
Yrki og undirteg.
´Dentata´ Stofninn beinn. Lauf stór, óreglulega og oft tvísagtennt.Þess utan eru fjölmörg yrki í ræktun erlendis.