Tilia sibirica

Ættkvísl
Tilia
Nafn
sibirica
Íslenskt nafn
Rússalind
Ætt
Lindiætt (Tiliaceae).
Lífsform
Lauffellandi tré.
Kjörlendi
Sól og rakur jarðvegur.
Blómalitur
Gulgrænn.
Blómgunartími
Júní.
Vaxtarlag
Rússalind er lauffellandi, tré sem er náskylt hjartalind (T. cordata). Rússalindin er einlend/endemísk tegund, sem er að finna á nokkrum stöðum í S Síberíu um 2000 km austur af útbreiðslusvæði hjartalindarinnar.
Uppruni
S Síbería.
Heimildir
http://www.mustila.fi, http://www.trotsiuk.net
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Nákvæm staða þessarar tegundar meðal linditrjátegundanna er óviss, vex náttúrulega austur í Evrasíu í framhaldi af evrópsku hjartalindinni. (Tilia cordata) og nær allt austur til Tomsk.Samkvæmt rússneskum upplysingum er rússalindin (T. sibirica) aðgreinanleg frá hjartalind (Tilia cordata.) Skógur af rússalind er frábrugðinn skógi af hjartalind að því leyti að hann vex í blautasta hluta Síberíu. Ársúrkoman þar getur verið meiri en 1800 mm, með snjó meira en 2 m djúpum, sem kemur í veg fyrir að jarðvegurinn frýs. Þetta hefur í för með sér að haustlaufið hefur rotnað algerlega að vorinu. Trén eru grönn, með engar greinar fyrr en hátt uppi á stofninum, en laufin í krónunni hafa orðið fyrir einhverskonar skaða vegna ryðs, kanski vegna þess hve jarðvegurinn er vatnsósa.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur undir þessu nafni sem sáð var til 1988 og gróðursettar í beð 1994, báðar hafa kalið lítilsháttar.