Tilia x vulgaris

Ættkvísl
Tilia
Nafn
x vulgaris
Íslenskt nafn
Garðalind
Ætt
Lindiætt (Tiliaceae).
Samheiti
(T. cordata x T. platyphyllos).
Lífsform
Lauffellandi tré.
Kjörlendi
Sól-hálfskuggi og skjól.
Blómalitur
Gulur - hvítleitur.
Hæð
Óvíst er hve hátt tréð verður hérlendis.
Vaxtarlag
Lauffellandi tré sem getur náð allt að 40 m hæð. Krónan keilulaga, oftast breiðkeilulaga. Ársprotar hárlausir.
Lýsing
Lauf 5-9 ×4-8 sm, breiðegglaga, oddur mjókkar snögglega, grunnur skakkhjartalaga, dökkgræn og glansandi ofan, ljósari neðan og með hártoppa í æðastrengjakrikunum. Blómskúfar allt að 9 sm langir, 5-10 blóma, hangandi, stoðblöð 7-10 sm, miðrif ögn dúnhært. Aldin hálfhnöttótt til eggvala, þykk, óslétt, dálítið rifjótt.
Uppruni
Evrópa.
Sjúkdómar
Nokkuð næm fyrir ýmsum óþrifum.
Harka
Z3-5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sumargræðlingar, sáning.
Notkun/nytjar
Stakstæð tré, í blönduð beð.
Reynsla
ER ekki í Lystigarðinum 2013. Getur orðið mjög gömul erlendis (allt að 1000 ára). Fremur viðkvæm hérlendis og stutt reynsla. Nái hún einhverjum þroska þarf að ætla henni gott rými.
Yrki og undirteg.
Nokkur yrki í ræktun erlendis - t.d. 'Pendula' og 'Zwarte Linde'.