Trillium grandiflorum

Ættkvísl
Trillium
Nafn
grandiflorum
Íslenskt nafn
Skógarþristur
Kjörlendi
hálfskuggi
Blómalitur
snjóhvítur
Blómgunartími
maí-júní
Hæð
0.3-0.45m
Vaxtarlag
Djúplægir jarðstönglar, laufblöð bikarblöð og krónublöð ávallt þrjú
Lýsing
Laufblöðin eru breið, egglaga-tígullaga, dökkgræn, heilrennd, blómin á um 5cm stilkum, allstór, snjóhvít en verða aðeins bleikmenguð með aldrinum, krónublöðin með bylgjuðum jöðrum, frjóhnappar gulir
Uppruni
A N Ameríka
Harka
5
Heimildir
1
Fjölgun
skipting, sáning
Notkun/nytjar
undirgróður, skógarbotn
Reynsla
Allvíða í ræktun hérlendis og er talinn fremur auðveldur viðfangs, en ekki gleyma að vökva hann vel sérstaklega fyrri part sumars
Yrki og undirteg.
f. parvum Gates með fjólublá - bleik blóm, f. variegatum Sm. krónublöð með skærgrænni miðtaug eða græn með hvítum jöðrum, 'Flore Pleno' fyllt, 'Roseum' bleik