Tsuga canadensis

Ættkvísl
Tsuga
Nafn
canadensis
Íslenskt nafn
Kanadaþöll
Ætt
Þallarætt (Pinaceae).
Lífsform
Sígrænn runni.
Kjörlendi
Hálfskuggi eða sól.
Blómalitur
Grænn, gulur.
Blómgunartími
Júní.
Hæð
4-15(-40) m
Vaxtarhraði
Hægvaxta.
Vaxtarlag
Þétt, keilulaga króna, greinar fínlegar, grábrúnar, börkur á ungum trjám grábrúnn, mjúkur, eldri tré með rauðbrúnan sprunginn börk.
Lýsing
Nálar fölgrænar á efra borði og með 2 gráhvítar rákir á neðra borði, um hálf tomma að lengd, snubbóttar, tvíhliðstæðar, karlblóm smá, gul, kúlulaga, kvenblóm ljósgræn á greinaendum, könglar egglaga, litlir, köngulskeljar kringlóttar, heilrendar.
Uppruni
N Ameríka.
Harka
4
Heimildir
= 1, www.pfaf.org/User/Pant.aspx?LatinName=Tsuga+canadensis
Fjölgun
Sáning, síðsumarsgræðlingar, vetrargræðlingar.
Notkun/nytjar
Þyrpingar, sígræn beð, skuggamegin.
Yrki og undirteg.
Nokkur yrki í ræktun USA.