Tsuga heterophylla

Ættkvísl
Tsuga
Nafn
heterophylla
Íslenskt nafn
Marþöll
Ætt
Þallarætt (Pinaceae)
Lífsform
Sígrænt tré.eða runni.
Kjörlendi
Hálfskuggi.
Blómalitur
Grænn, gulur.
Blómgunartími
Júní.
Hæð
3-15(-70) m
Vaxtarhraði
Hægvaxta.
Vaxtarlag
Hávaxið tré, sem verður 30-60 m hátt í heimkynnum sínum, en vex hérlendis sem Þéttvaxinn runni. Börkurinn er fremur þykkur, rauðbrúnn, krónan mjó keilulaga, toppurinn skagar langt upp, toppsprotinn næstum pensillaga, með mjög stuttar næstum láréttar hliðargreinar, endar greinanna slútandi. Ath. toppsproti slútir alltaf eins og á flestum öðrum þöllum
Lýsing
Ungar greinar gulbrúnar í fyrstu, seinna dökkbrúnar, langhærðar og haldast loðnar. Brum egglaga til kúlulag, smá og hærð. Barrnálar oftast strjálar, bandlaga, 5-20 mm langar, jaðrar fínsagtenntir, oddur þverdreginn-snubbóttur, aldrei framjaðraður, ofan dökkgræn, glansandi og með rákir, að neðan með 2 hvítar loftaugarendur, hvor úr 7-8 loftaugaröðum, græna rákin mjög mjó. Könglar legglausir, aflangir, 20-25 mm langir. Köngulhreistur öfugegglaga lengri en þau eru breið, heilrend. Fræ 2-3 mm löng, vængir 4-6 mm langir.
Uppruni
Vestur N-Ameríka, frá Alaska til Kaliforníu.
Harka
6
Heimildir
1, 7
Fjölgun
Sáning, vetrargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í raðir, í sígræn beð skuggamegin.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til ein planta sem kól ögn af og til framan af, í seinni tíð er það aðeins stöku grein sem verður fyrir kali.Hefur þrifist ágætlega í garðinum og vaxið jafnt og þétt. Planta sem gróðursett var 1988 er orðin um 1,2 m á hæð og vel það á breidd 2003. Hefur ekki gengið neitt í skógrækt hérlendis. Flott eintak til í Grasagarðinum í Reykjavík
Yrki og undirteg.
Nokkur yrki í ræktun erlendis sem vert væri að prófa, t.d.'Argenteovariegata' þar sem endar á árssprotum eru nær hvítir;'Conica' dvergvaxin með keilulaga vaxtarlag; 'Dumosa' sem er runnkennt yrki, lauf dökkgrænt á efra borði o. fl.