Tulipa praestans

Ættkvísl
Tulipa
Nafn
praestans
Íslenskt nafn
Skúftúlípani
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Fjölær laukur.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Skarlatsrauður eða appelsínugulur.
Blómgunartími
Maí.
Hæð
10-15 sm
Vaxtarlag
Laukar allt að 2 sm í þvermál, egglaga, laukhýði þykkt, leðurkennt. Innan á laukhýðinu er lítið eitt af hárum efst.
Lýsing
Blómstönglar 10-15 sm, smádúnhærðir. Lauf 3-6 talsins, grágæn, dúnhærð, jaðrar randhærðir. Blóm 1-5, blómhlífarblöð 5,5-6,5 x um 3 sm, skarlatsrauð-appelsínugul. Frjóþræðir hárlausir, rauðskyggðir eða gulir neðst. Frjóhnappar gulir eða purpura, frjó gult, grábrúnt eða rauðleitt.
Uppruni
M Asía.
Harka
5
Heimildir
1,2, https://www.rhs.org.uk/Plants/57477/Tulipa-praestans-Fusilier-(15),
Fjölgun
Hliðarlaukar, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í skrautblómabeð.
Reynsla
Harðgerð tegund. Aðaltegundin er ekki í Lystigarðinum en tvö yrki eru það.
Yrki og undirteg.
'Fusilier' er mest ræktaða yrkið, plantan er allt að 30 sm há með grágræn, lensulaga lauf. Blómstönglar bera allt að 4 bollalga skærrauð blóm sem eru 12 sm í þvermál. Laukur úr blómabúð frá 1999 er til í Lystigarðinum.´Van Tubergen's Variety' er fallegur túlipani með mörg blóm á stönglinum og djúp-fagurrauð blóm. Hann verður allt að 25 sm hár og er mjög góður í steinhæðir, kanta og ker. þarf frjóan, velframræstan jarðveg í sól. Laukar frá 1999 og 2007 eru til í Lystigarðinum.