Tulipa vvedenskyi

Ættkvísl
Tulipa
Nafn
vvedenskyi
Íslenskt nafn
Dúntúlipani
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Fjölær laukjurt.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Rauður.
Blómgunartími
Vor.
Hæð
15-45 sm
Vaxtarlag
Laukur allt að 3 sm í þvermál, laukhýði dökkbrúnt, pappírskennt. Innar borð laukhýðis er lítið eitt þakið hárum, heldur þétthærðari efst.
Lýsing
Blómstöngull 15-45 sm hár, stinnhærður, bláleitur, stundum purpuramengaður. Lauf 4-5, bláleit, oft dúnhærð, jaðrar dálítið randhærðir. Blóm stök, blómhlífarblöð rauð með svartan eða gulan blett neðst. Ytri blómhlífarblöðin allt að 10,5 x 6,2 sm, þau innti um 1,5 x 5,2 sm. Frjóþræðir hárlausir, brúnir eða gulir. Frjóhnappar fjólubláir eða gulir, frjó brúnleitt, fjólublátt eða gult.
Uppruni
M Asía.
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Hliðarlaukar, sáning.
Notkun/nytjar
Í kanta, í skrautblómabeð.
Reynsla
Ekki í Lystigarinum.