Ulmus rubra

Ættkvísl
Ulmus
Nafn
rubra
Íslenskt nafn
Rauðálmur.
Ætt
Álmætt (Ulmaceae).
Samheiti
U. fulva. Michx., Ulmus crispa. Willd., Ulmus pendula. Willd.
Lífsform
Lauffellandi tré.
Kjörlendi
Hálfskuggi eða sól.
Blómalitur
Gulgrænn.
Blómgunartími
Snemma vors.
Hæð
8-10 m, nær allt að 20 m hæð og 15 m breidd í heimkynnum sínum.
Vaxtarhraði
Vex meðalhratt.
Vaxtarlag
Lauffellandi tré sem verður allt að 20 m hátt í heimkynnum sínum, krónan breið, hvelfd. Ársprotar dúnhærðir.
Lýsing
Lauf 7-18 × 4-10 sm, egglaga-aflöng til aflöng-lensulaga, stundum dálítið sigðlaga, ydd eða odddregin, tvísagtennt, skakk-bogadregin og mjög ójöfn við grunninn, rauðmenguð þegar trén laufgast, þétt, dökkgræn og óslétt ofan, ljósari og mjúk dúnhærð neðan. Blómin í þéttum knippum. Fræflar 5-9, fræni rauðmenguð. Blómin eru tvíkynja og eru vindfrævuð. Aldin allt að 2 sm, breið-oddbaugótt eða kringluleit, ögn oddnumin í toppinn, rauð-brún, dúnhærð. Fræ í miðjunnu.ę
Uppruni
M & S Bandaríkin.
Sjúkdómar
Álmsýki.
Harka
Z3 og er ekki viðkvæmur fyrir frosti.
Heimildir
= 1, http://www.pfaf.org
Fjölgun
Sáning, sveiggræðsla. Fræi er sáð í sólreit strax og það hefur þroskast, það spírar oftast á nokkrum dögum. Fræ sem hefur verið geymt spírar ekki svona fljótt og það ætti að sá því snemma vors, þau þurfa 2-3 mánaða forkælingu samkvæmt sumum heimildum. Það er líka hægt að safna fræinu ‚grænu (þ. e. þegar það er fullþroskað en áður en það hefur þornað á trénu) og sá því strax í sólreit. Það ætti að spíra mjög fljótt og hefur þá myndað stórar plöntur í lok sumars. Þegar smáplönturnar eru orðnar nógu stórar til að handfjatla þær, er hver og ein sett í sinn pott og þær hafðar í gróðurhúsi fyrsta veturinn. Gróðursetjið þær á framtíðarstaðinn síðla næsta vors eða snemmsumars eftir að frosthættan er liðin hjá. Það ætti ekki að hafa plönturnar lengur en 2 ár í uppeldisbeði í gróðrarstöðinni, þar sem þær mynda stólparót og því er erfitt að flytja þær gamlar. Sveiggræðsla með rótarskotum.
Notkun/nytjar
Í beð, sem stakstætt tré. Vex best í frjóum jarðvegi og fullri sól, en er auðræktaður í hvaða meðalfrjóum jarðvegi sem er svo fremið að hann sé vel framræstur. Plantan þolir allt að -10°C. Vex meðalhratt og verður allt að 200 ára gamall í náttúrunni, en þótt tegundin sé fullkomlega harðgerð, þrífst hún yfirleitt ekki á Bretlandseyjum, er mjög viðkvæmur fyrir álmsýkinni. Það er engin örugg lækning til við álmsýkinni (1992) en flestar austurasísku (ekki þó Himalaja tegundir) tegundirnar eru ónæmar fyrir sjúkdómnum svo mögulegt er að þróa nýja, ónæma blendinga milli innlendra tegunda og hinna. Ýmsir álmar mynda blendinga saman frjóið geymist vel og hægt er að nota það með tegundum sem blómstra á mismunandi tímum.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til planta, sem sáð var til 2009, er í sólreit 2013.