Vaccinium caespitosum

Ættkvísl
Vaccinium
Nafn
caespitosum
Íslenskt nafn
Þúfubláber
Ætt
Lyngætt (Ericaceae).
Samheiti
Vaccinium arbuscula (A. Gray) Merriam; V. caespitosum var. arbuscula A. Gray; V. caespitosum var. paludicola (Camp) Hultén; V. geminiflorum Kunth; V. nivictum Camp; V. paludicola Camp .
Lífsform
Lágvaxinn runni.
Kjörlendi
Sólríkur vaxtarstaður og hálfskuggi.
Blómalitur
Bleikur.
Hæð
10-25(-60) sm
Vaxtarlag
Lauffellandi runni sem breiðist fljótt út, þéttgreindur, 10-25(-60) sm hár, sprotar hárlausir, sívalir til dálítið kantaðir, fín-dúnhærðir, sjaldan hárlausir.
Lýsing
Lauf 1,5-3,5 sm, laufblöðkurnar grænar, oftast öfuglensulaga stundum öfugegglaga eða mjóoddbaugótt, heilrend til fín-sagtennt frá oddi að miðju, hárlaus. Blómin stök í öxlum grunnlaufa, álút. Bikar með bylgjótta jaðra, króna egglaga-krukkulaga, 5 mm, bleik til næstum hvít, flipar 5, litlir, oftast uppréttir. Frjóþræðir hárlausir. Berin hnöttótt, 6 mm, blásvört, döggvuð, með sætt bragð.
Uppruni
V Norður-Ameríka.
Harka
Z2
Heimildir
1, http://bolt.lakeheadu.cahttp://www.em.cahttp://www.backyardgardener.com
Fjölgun
Með fræi.
Notkun/nytjar
Í beð undir trjám.
Reynsla
Plöntunum var sáð 1991 og þær gróðursettar í beð 2001. Yfirleitt ekkert eða lítið kal gegnum árin, blóm stöku ár.
Útbreiðsla
AÐRA UPPLÝSINGAR:Vex í skógum (einkum furuskógi) eða skóglausum brekkum, í súrum jarðvegi.