Vaccinium corymbosum

Ættkvísl
Vaccinium
Nafn
corymbosum
Yrki form
Aino
Íslenskt nafn
Fenjabláber
Ætt
Lyngætt (Ericaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sólríkur vaxtarstaður eða hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur til bleikleitur.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
80-90 sm
Lýsing
Finnskt yrki frá 1998, næstum 1 m hátt og álíka breitt, bláberjablendingur af sumum talin af V. angustifolium-grúppunni. Berin eru í klösum, meðalstór, dökkblá, bragðgóð, sæt. Er ekki sjálffrjógandi,og þarf þess vegna annan frjógjafa t. d. V. corymbosum Alvar.
Uppruni
Yrki.
Heimildir
http://www.odla.nu, http://www.natthagi.is, www.pfaf.org/user/Plant.aspx?LatinName=Vaccinium+corymbosum
Fjölgun
Skipting.
Notkun/nytjar
Í beð eða ker.
Reynsla
Kom í Lystigarðinn 2009, gróðursett í beð 2009, 2010: ekkert kal, 0 blóm.