Vaccinium corymbosum

Ættkvísl
Vaccinium
Nafn
corymbosum
Yrki form
North Sky
Íslenskt nafn
Fenjabláber
Ætt
Lyngætt (Ericaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sólríkur vaxtarstaður til hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur til bleikleitur.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
30-60 sm
Vaxtarlag
Uppréttur og útbreiddur runni.
Lýsing
Uppréttur og útbreiddur runni, 30-60 sm hár, gisinn, greinarnar útstæðar. North Sky' er yrki sem kom frá Minnesota háskóla, lágvaxnara en North Country og þroskast um viku seinna en North Country. Berin eru lítil, með sætt villiberjabragð, bládöggvuð og af þeim sökum himinblá á litinn. Plönturnar eru þéttvaxnar með glansandi, dökkgræn lauf að sumrinu, verða dökk rauð að haustinu.
Uppruni
Yrki.
Harka
Z3-7
Heimildir
http://www.nativeplants.net, http://www.hartmansplantcompany,com, www.pfaf.org/user/Plant.aspx?LatinName=Vaccinium+corymbosum
Fjölgun
Skipting, græðlingar.
Reynsla
Ekki til í Lystigarðinum.Plöntur af þessu yrki eru komnar í sölu hérlendis.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR:Mjög falleg skrautplanta með frábæra haustliti.Plantan er ræktuð í alls konar jarðvegi.