Veratrum album

Ættkvísl
Veratrum
Nafn
album
Íslenskt nafn
Bjarthnöri
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Samheiti
Adonias viridis mistúlkun.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Ljósgrængulur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
1,3-2 m
Vaxtarlag
Planta allt að 2 m há. Lauf hárlaus ofan, hærð neðan, þau neðri eru oddbaugótt, þau efri fara mjókkandi upp eftir stönglinum.
Lýsing
Blóm í greinóttum skúf með uppréttar eða drúpandi greinar. Blómleggir 2-3 mm. Blómhlífarflipar allt að 1,8 sm, hvít til fölgræn innan, lítið eða þétthærð utan, jaðrar bylgjaðir eða óreglulega tenntir. Fræhýði hárlaus eða ögn dúnhærð.
Uppruni
Tempraða belti norðurhvels.
Harka
5
Heimildir
= 1, 2
Fjölgun
Sáning, skipting að vori.
Notkun/nytjar
Plantan er notuð stakstæð, sem bakgrunnur í fjölæringabeð, í raðir. Þarf ekki uppbindingu.
Reynsla
Harðgerð, lítt reynd hérlendis, gildir svartir jarðstönglar sem innihalda eiturefni sem erta slímhúð (þurrkaðir og muldir=hnerriduft).